kickoff14

Í gærkvöldi, 25. ágúst, kom saman hluti af leiðtogum í barna og unglingastarfi félagsins á Holtavegi. Það var frábært að hittast eftir gott sumarfrí til skrafs og ráðagerðar.

Vetrarstarf félagsins mun svo hefjast í næstu viku á tæplega 30 stöðum á landinu. Allar nánari upplýsingar um starfið verða settar hér á heimasíðu félagsins.
KFUM og KFUK er þakklátt öllum þeim sem tilbúnir eru að starfa í ríki Guðs og fyrir félagið að því að boða trúna á Jesú og miðla því til barnanna að þau séu dýrmæt sköpun Guðs.
Þessi vetur leggst vel í okkur með þessa frábæru leiðtoga innanborðs.