Þriðja vika leikjanámskeiðsins hefur verið skemmtileg með frábærum krökkum. Á mánudag lékum við okkur saman og vorum bæði úti og inni. Við fórum í leiki, bjuggum til vinabönd, spiluðum, perluðum, lékum með kaplakubba og margt fleira. Á þriðjudaginn skelltum við okkur í Þjóðminjasafnið og það var virkilega vel lukkuð ferð. Við fórum í ratleik, skoðuðum gamla og fallega muni auk þess sem við gáum leikið okkur í búningum og fleira. Viðeyjarferðin var svo á miðvikudag og tókst mjög vel, þrátt fyrir mikla bleytu. Við vorum svolítið lengi á leiðinni, þar sem við þurftum að taka bæði strætó og ferju, en börnin stóðu sig með prýði, voru jákvæð, glöð og kurteis. Á fimmtudag tók svo ný forstöðukona við námskeiðinu, Svava, og börnin aldeilis heppin að vera með henni. Þau skelltu sér í óvissuferð sem endaði við Vífilstaðavatn og var mjög skemmtileg. Í dag, föstudag, endum við vikuna á Holtavegi í pylsupartý og hoppukastalafjöri. Takk fyrir frábæra viku!