Tómas TorfasonKæra félagsfólk,

Tómas Torfason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins og tekur formlega við af Gyðu Karlsdóttur þann 11. ágúst nk. Tómas er félagsfólki af góðu kunnugur. Hann þekkir innviði starfsins vel og var formaður félagsins í tíu ár. Við bjóðum Tómas innilega velkominn til starfa og óskum honum velfarnaðar í starfinu.

Fyrir hönd stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi,
Auður Pálsdóttir, formaður