Vikan hjà okkur ì Lindakirkju hefur verið skemmtileg og gengið mjög vel, enda ekki annað hægt með svona fràbærum börnum. À mànudaginn vorum við ì Lindakirkju og lékum okkur saman, vorum ì stöðvarvinnu, fòrum ùt ì leiki og fleira. Miðvikudagur innihélt òvissuferð og fòrum við ì Þjòðminjasafnið. Þar var vel tekið à mòti okkur, við skelltum okkur ì ratleik, lékum okkur, skoðuðum gamla og fallegaa muni og margt fleira. À fimmtudag fòrum við ì Fjölskyldu og hùsdýragarðinn, þar skoðuðum við helling af dýrum, lékum okkur ì hinum ýmsu tækjum og nutum þess að vera öll saman. Ì dag ætlum við svo að skella okkur à Holtaveginn, grilla pylsur, leika okkur, fara ì hoppukastala og fleira.
À hverjum degi erum við með morgunstund þar sem við syngjum saman og ræðum um Guð og Jesùs. Börnin hafa staðið sig grìðarlega vel ì okkar ferðum, eru kurteis og gòð við hvort annað, àhugasöm og jàkvæð. Takk fyrir fràbæra viku 🙂