World Forum for Democracy (WFD) 2014

Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur leiðtoga og áhugasamt félagsfólk að sækja um þátttöku á 3. ráðstefnu Evrópuráðsins um ungmennalýðræði. Á ráðstefnunni verður lögð sérstök áhersla á raunverulegt lýðræði og felur þátttakan í sér ýmis skemmtileg verkefni.

Nafn viðburðar: From Participation to Influcence: Can Youth Revitalise Democracy? WFD 2014
Skipuleggjandi: Evrópuráðið (Council of Europe)
Dagsetning: 31. október til 6. nóvember 2014
Staðsetning: Strasbourg, Frakklandi
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: 5.000 kr.
Aldurstakmörk: 18-30 ára

Ath! Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 22. júní, kl. 22:00.

Nánari upplýsingar:
Markmið ráðstefnunnar er að efla lýðræðisvitund ungs fólks og stuðla að aukinni þátttöku þeirra í ákvarðanatöku og opinberri umræðu. Á ráðstefnunni verður sérstaklega skoðað hvers vegna ungt fólk er útilokað frá slíkri þátttöku og reynt að finna leiðir til að skapa þannig aðstæður að ungt fólk geti haft raunveruleg áhrif á samfélagið.

Þátttakendur þurfa að geta unnið á ensku. Þeir þurfa að hafa brennandi áhuga á lýðræði og réttindum ungs fólks. Þátttakendur þurfa að taka fullan þátt í ráðstefnunni og undirbúningi hennar. Þeir umsækjendur sem verða samþykktir þurfa að taka þátt í sameiginlegum undirbúningsfundum fyrir ráðstefnuna, sem fara fram á netinu, á tímabilinu júlí-október 2014.

Ráðstefnan sjálf fer fram dagana 3.-5. nóvember. Dagana 1.-3. nóvember fer fram fundur og samhristingur þar sem þátttakendur hittast, kynnast hverjir öðrum og undirbúa ráðstefnuna. Þátttakendur eru beðnir um að mæta deginum fyrr (31. október) svo þeir geti að fullu tekið þátt í fundinum sem hefst 1. nóvember. Einungis þeir þátttakendur sem taka þátt alla dagana fá ferðastyrk frá Evrópuráðinu. Gisting, fæði og þátttökugjald er greitt af Evrópuráðinu.

 

Umsóknarferlið er tvíþætt:
1. Rafræn umsókn fyllt út hér.
2. Stutt (1 mínúta) myndband um áhuga á lýðræði og þátttöku á ráðstefnunni sem sett skal inn á Youtube, sjá leiðbeiningar hér: https://www.dropbox.com/s/evlvjbp0iqnp89u/YouTube%20instructions.docx

 

Við biðjum þá sem sækja um þátttöku á ráðstefnunni að láta Önnu Elísu í alþjóðaráði vita, með því að senda tölvupóst á annae89(hjá)gmail.com, eða hringja í síma 849-9863.

 

Frekari upplýsingar (á ensku) má nálgast hér.