Dagar 3 og 4 á leikjanámskeiðinu okkar heppnuðust mjög vel. Veðrið var gott og allir í góðu skapi. Á fimmtudeginum skruppum við öll saman í Viðey. Þar var leikið og borðað nesti, spjallað og sungið. Við lékum okkur í rólum, boltaleikjum, snúsnú og fleira. Veðrið var frábært og allt gekk vel. Eftir Viðeyjarferðina var gott að komast í rólegheit í Lindakirkju og fá sér frostpinna og nesti. Á föstudeginum fórum við ì pylsupartý á Holtavegi. Við grilluðum, vorum úti í leikjum, fórum í hoppukastala, spiluðum og fleira. Skemmtileg vika að baki og takk fyrir okkur 🙂