Í dag, miðvikudaginn 11. júní. verður haldinn umræðu- og skipulagsfundur um AD KFUK fundi félagsins. Fundurinn hefst kl. 17 á Holtavegi 28, í Æskulýðssalnum (inn af skrifstofu) og stendur yfir í um það bil klukkutíma.

Á fundinum verður rætt um dagskrá næsta vetrar og gerð drög að henni. Hægt verður að skrafa og spekúlera um AD KFUK yfir kaffibolla og eiga góða stund saman.

Við hvetjum allar konur til að mæta og taka þátt í dagskrárgerðinni og almennum umræðum um AD KFUK. Ef þú lumar á góðri hugmynd fyrir fullorðinsstarf félagsins þá er þetta fundur sem þú vilt ekki missa af!