Nú í vor hóf æskulýðsráð KFUM og KFUK á Íslandi vinnu við að móta markmið, stefnu og framtíðarsýn fyrir æskulýðsstarf félagsins. Markmið ráðsins er að fyrir lok þessa árs sé hægt að leggja fyrir stjórn félagsins tillögu að þeim markmiðum og stefnu sem félagið eigi að taka í æskulýðsstarfi þess fram til ársins 2019. Ákveðið var að halda tvo stefnumótunarfundi í vor til að ræða æskulýðsstarf félagsins og framtíð þess.

Við höfum fengið til liðs við okkur sr. Þorvald Karl Helgason, fyrrverandi biskupsritara, til að aðstoða okkur við vinnuna og til að stjórna fundunum sem haldnir verða, en sr. Þorvaldur Karl hefur mikla reynslu og þekkingu af stefnumótunarvinnu innan íslensku þjóðkirkjunnar.

Fyrri fundurinn var haldinn miðvikudaginn 14. maí sl. og gekk vel. Um 30 manns mættu á fundinn og tóku þátt í hópavinnu og umræðum.

Í kvöld, þriðjudaginn 27. maí, fer seinni fundurinn fram.

Fundurinn fer fram á Holtavegi 28. Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi frá kl. 19:00 til 19:30 (frjáls framlög vel þeginn) en síðan hefst fundurinn sjálfur formlega kl. 19:30 og verður lokið eigi síðar en 21:30.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn og er hægt að gera slíkt með því að smella hér.

Við vekjum athygli á því að æskilegt er að þeir sem skrái sig hafi tök á að mæta á báða fundina þar sem vinnan sem fer fram á þeim báðum er mjög samtengd, þ.e. haldið verður áfram á síðari fundinum frá því sem var horfið við lok fyrri. Ef ómögulegt er að mæta á báða fundina þá er að sjálfsögðu velkomið að mæta aðeins á annan þeirra.