KFUM og KFUK á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem starfa á grundvelli hinnar evangelísku lúthersku kirkju, einkum meðal barna, unglinga og ungs fólks. Markmið alls félagsstarfsins er að vekja trú á Krist og kalla til þjónustu í ríki hans, efla trúarlíf og siðferðiskennd og hlynna að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð einstaklingsins.

Framkvæmdastjóri er starfsmaður stjórnar félagsins og starfar í umboði hennar. Hann er yfirmaður þjónustumiðstöðvar félagsins og þeirra sem þar starfa í nafni félagsins. Verkefni hans varða starf félagsins á landsvísu, innlend og erlend samskipti og samstarf og rekstur þjónustumiðstöðvarinnar.

KFUM logo 2000px

Leitað er að einstaklingi sem á lifandi trú á Jesúm Krist, hefur tekið þátt í og þekkir sjálfboðaliðastarf félagsins, getur staðið vörð um grunngildi félagsins og er tilbúinn að taka að sér krefjandi starf. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á velferð ungs fólks, menntun sem nýtist í starfi, reynslu af eða innsýn í rekstur félaga eða fyrirtækja og þar með talið starfsmannahald. Þá er mjög æskilegt að viðkomandi hafi þjálfun í gerð styrkumsókna og geti hagnýtt nútíma upplýsingatækni og samfélagsmiðla.

Metnaður, frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund eru nauðsynlegir kostir. Gerð er krafa um að viðkomandi geti tjáð sig vel bæði í ræðu og riti á íslensku og ensku. Kunnátta í Norðurlandamáli er kostur.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst nk.

Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2014.

Skrifleg umsókn berist á skrifstofu félagsins að Holtavegi 28 í Reykjavík merkt umsókn um starf framkvæmdastjóra eða á netfangið audurp@hi.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veitir Auður Pálsdóttir, formaður stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi, sími: 899 1881, netfang: audurp@hi.is