Sr. Friðrikshlaupið - HlaupaleiðLÍKAMI, SÁL OG ANDIFyrsta Sr. Friðrikshlaupið verður haldið 25. maí kl. 14:00, á fæðingardegi Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM og KFUK á Íslandi. Boðið er upp á 5 km hlaup í Laugardalnum en hlaupið byrjar og endar við höfuðstöðvar KFUM og KFUK á Íslandi við Holtavegi 28.HLAUPALEIÐ

Hlaupið er í Laugardalnum en mynd af hlaupaleið má sjá hér.

VERÐLAUN

Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjá karla og fyrstu þrjár konur í hlaupinu, óháð aldursflokki. Verðlaunaafhending fer fram eftir að allir keppendur hafa skilað sér í mark.

Glæsileg útdráttarverðlaun verða veitt að lokinni verðlaunaafhendingu. Vinningar eru m.a. frá Boot Camp, Hress, Eldingu hvalaskoðun, Zo-on, Kol, Búngaló, Aðalskoðun, MU makeup, Gordjöss, Totem og Grillmarkaðurinn ásamt fjölda annarra.

SKRÁNING

Skráning í hlaupið fer fram með sölu þátttökuseðla sem skal fylla út fyrir hlaup og afhenda tímavörðum þegar komið er í mark. Sala þátttökuseðla hefst klukkutíma fyrir hlaup í höfuðstöðvum KFUM og KFUK á Íslandi að Holtavegi 28. Þátttökugjald er 500 kr. en tekið verður á móti frjálsum framlögum sem renna óskipt til KFUM og KFUK á Íslandi.

DAGUR BARNSINS

Í tilefni af Degi barnsins verður haldin barnaskemmtun samhliða hlaupinu sem hefst kl. 14:00. Boðið verður upp stutt barnahlaup og fá öll börn verðlaunapening fyrir þátttöku. Einnig verður boðið upp á hoppukastala, andlitsmálningu o.fl. Við hvetjum foreldra, ömmur, afa, frænkur, frænda og aðra til að fjölmenna og fagna Degi barnsins með okkur. Þátttaka er ókeypis.