Í lok maí er skyldunámskeið starfsmanna sumarstarfsins hjá KFUM og KFUK á Íslandi. Námskeiðið verður haldið í Vatnaskógi að þessu sinni og nauðsynlegt er að skrá sig hér. Dagskránna má finna hér að neðan:
28. maí miðvikudagur
Kl. 15:30 Rúta frá Holtavegi (vinsamlegast skráið ykkur í rútu)
Kl. 16:30 Smá hressing í Gamla skála
Kl. 17:00 – 19:00: fræðsla 1 í Gamla skála
– Hristum hópinn aðeins saman og lærum leiki Petra Eiríksdóttir, æskulýðsfulltrúi
– Að starfa í sumarbúðum – nokkur orð um ábyrgð, skyldur og hugarfar Hjördís Jónsdóttir, æskulýðsfulltrúi
– Umræðuhópar
Kl. 19:00 – 20:00: matur
Kl. 20:00 – 21:30 fræðsla 2
– Hver erum við? Hvað boðum við? – kynning á fræðsluefni sumarstarfsins Magnea Sverrisdóttir, djákni
– Umræðuhópar
Kl. 21:30 Helgistund
29. maí fimmtudagur
Kl. 08:30 morgunmatur
Kl. 09:00 – 12:00 skyndihjálp
Kl. 12:00 – matur
Kl. 13:00 – 15:30 skyndihjálp og brunavarnir
Kl. 15:30 Kaffi
Kl. 16:00 – 17:30 stjórnir sumarbúðanna ræða við sitt fólk
Kl. 18:30 – matur
Kl. 19:30 – Ævintýri á hverju strái Arnar Yngvason, leikskólakennari
Anna Elísa Hreiðarsdóttir, leikskólakennari og lektor við HA
kl. 21:00 – Ævintýraleikur Jóhann Þorsteinsson, sviðsstjóri æskulýðssviðs
kl. 22:15 – Kvöldhressing
kl. 23:00 – Kapellustund
30. maí föstudagur
Kl. 08:30 morgunmatur
Kl. 09:00 – 12:00 fræðsla 3 (Öllum hópnum er skipt í þrennt – hver fræðsla er 50 mín)
Í Gamla skála – Að semja hugleiðingu Sr. Guðni Már Harðarson, prestur
Í matskála – Um hreinlæti, líðan og verkferla í barnavernd og slysaskráningu Petra Eiríksdóttir og Hjördís Rós Jónsdóttir
Í sal í Birkiskála – Að velja sér vini – æfing úr Litla kompás Jóhann Þorsteinsson, sviðsstjóri æskulýðssviðs
Kl. 13:00 – Hvernig eflum við seiglu barna – erindi byggt á meistararitgerð um seiglu Jóhann Þorsteinsson, sviðsstjóri æskulýðssviðs
– Umræðuhópar
Kl. 14:00 – Valhópar þar sem fjallað verður um ólík mál sem tengjast sumarbúðum Í Gamla skála – Heimþrá í sumarbúðum Hjördís Rós Jónsdóttir, æskulýðsfulltrúi Í matskála – Húmor í sumarbúðum Petra Eiríksdóttir, æskulýðsfulltrúi Í sal í Birkiskála – Hættur í sumarbúðum Ársæll Aðalbergsson, framkvæmdastjóri Skógarmanna
Kl. 15:30 kaffi – heimferð
Rétt er að minna á að sumarbúðanámskeiðið er skyldunámskeið fyrir starfsfólk sumarbúða KFUM og KFUK.