Sigurður Grétar Sigurðsson er 43 ára sókarprestur í Útskálaprestakalli á Suðurnesjum. Áður þjónaði hann á Hvammstanga.

Sigurður hefur haft mikinn áhuga á kristilegu æskulýðsstarfi alla tíð. Hann hefur starfað í kristilegum sumarbúðum frá árinu 1988 og í Vatnaskógi frá 1989. Fyrst sem foringi og síðar sem forstöðumaður. Undanfarin ár hefur hann gegnt forstöðu í einum flokki á sumri.

Í hans huga er Vatnaskógur frábær staður fyrir krakka til að kynnast sjálfum sér, kynnast kristinni trú og öðlast meiri þroska. Sigurður á sæti í stjórn Vatnaskógar. Hann fer með fermingarbörnin sín í Vatnaskóg auk þess að fara með æskulýðsstarf sóknanna sinna svo ekki sé minnst á fjölskylduna sjálfa á Sæludaga, fjölskylduflokka, feðga- og feðginaflokka.

Sigurður verður forstöðumaður í 3. flokki í sumar.