Róbert Elís Villalobos er 16 ára drengur frá Bolungarvík og er Vestfirðingur í húð og hár. Hann hefur ætíð haft mikinn áhuga á íþróttum og hefur blómstrað í skylmingum seinustu árin og hefur m.a. tekið íslandsmeistara- og norðurlandameistaratitil í íþróttinni.

Þá hefur hann farið í Vatnaskóg á hverju ári frá því hann varð níu ára og þekkir því skóginn og menninguna vel. Þetta er í fyrsta sinn sem Róbert vinnur sjálfboðavinnu í skóginum og hann hlakkar mikið til þess að taka þátt í starfinu.

Róbert Elís verður sjálfboðaliði – matvinnungur í 3. flokki.