Óli Jón er 23 ára, fæddur og uppalinn í austubæ Reykjavíkur. Hann situr á skólabekk við guðfræðideild Háskóla Íslands á veturna og sér um sunnudagaskóla og unglingastarf í Dómkirkjunni til hliðar við námið.
Frá því hann kom fyrst í Vatnaskóg, sjö ára, hefur hann viljað dvelja þar sem oftast en síðustu 5 sumur hefur hann starfað í Vatnaskógi. Óli Jón er útivistartýpan sem elskar náttúruna í Svínadal og vildi helst að enn væri gengið í Vatnaskóg frá Reykjavík og gist í tjöldum eins og gert var fyrir tæpri öld síðan. Þú sérð hann með Leatherman-hníf í beltinu, tilbúinn að takast á við allar áskoranir og íslenskt veðurfar. Óli Jón sérhæfir sig í útilegum undir berum himni, sundferðum í Eyrarvatni og drullustríði.
Kjörorð Skógarmanna: „Áfram að markinu“ er Óla Jóni hugleikin. Hann vill ekki gefast upp þótt móti blási og horfir brosandi fram á veginn. Trúin á Jesú gefur honum styrk, gleði og tilgang og henni vill hann deila með öðrum.
Óli Jón er stúdent úr Menntaskólanum við Hamrahlíð 2010, og lauk BA prófi í guðfræði í júní 2014.
Þegar hann er ekki foringi í Vatnaskógi, býr Óli Jón í Reykjavík. Hann verður foringi í 1.,2.,3.,4.,7.,8.,10. og 11. flokki í sumar.