Ísak Henningsson var að ljúka öðru ári við Menntaskólann í Reykjavík, þar sem hann stundar nám á málabraut. Hann æfði handbolta í 5 ár og lærði líka að spila á trompet og túbu. Eitt það skemmtilegasta sem Ísak veit um eru keppnir og leikir, þá sérstaklega spurningakeppnir.

Ísak vann síðasta sumar á leikskólanum Tjarnarási. Þegar Ísak verður ekki í Vatnaskógi í sumar verður hann að vinna á Bókasafni Hafnarfjarðar. Ísak er virkur í deildarstarfi KFUM og KFUK, t. d. í Fríkirkjunni í Reykjavík. Einnig situr hann nú í stjórn Kristilegra Skólasamtaka.

Ísak hefur unnið sem matvinnungur í Vatnaskógi í tvö sumur og finnst ekkert skemmtilegra en að dvelja í Vatnaskógi í nærveru Guðs.

Hann verður foringi í 8. flokki þar sem verður brjálað stuð!