Gunnar er alinn upp á hinni fögru hæð þar sem Efra Breiðholt stendur. Hann er 18 ára nemi við Menntaskólann í Reykjavík og lærir þar meðal annars Latínu.

Gunnar hefur verið innan raða KFUM og KFUK síðan árið 2009 og mætti í unglingastarfið í Fella og Hólakirkju, varð síðan aðstoðar leiðtogi þar 2012 og verður nú foringi í Vatnaskógi í 2., 3., 4., 5. og 9. flokki. Helstu áhugamál eru leiklist, leiklist og aftur leiklist en einnig ræðumennska. Gunnar hefur gengt ýmsum stöðum í gegnum lífið og má þar meðal annars nefna sem formaður árshátíðarnefndar Hólabrekkuskóla og sem meðstjórnandi í nemendaráði Hólabrekkuskóla og hlaut hann viðurkenningu fyrir félagsstörf við útskrift. Gunnari finnst einstaklega skemmtilegt að spila fótbolta en hefur þó ekki eins gaman af því að horfa á hann. Hann verður þó ætíð harður stuðningsmaður Liverpool manna sem eru að gera það gott um þessar mundir.

Veni vidi vici.