Gríma Katrín Ólafsdóttir hefur verið sjálfboðaliði uppi í Vatnaskógi nokkrar vikur á sumri síðustu tvö ár. Í ár verður hún í Skóginum meira og minna allt sumarið og hlakkar mikið til. Hún er annars-árs nemi í Menntaskólanum í Hamrahlíð og í frístundum æfir hún fótbolta með Víkingi og spilar á trompet.

Hún er í stjórn KSS – Kristilegra skólasamtaka og hefur verið virk í félaginu í um 3 ár. Hún er einnig æskulýðsfulltrúi í Háteigkirkju og annast ásamt öðrum tíu til tólf ára starf safnaðarins. Þá hefur hún séð um sunnudagaskóla kirkjunnar stöku sunnudaga.

Gríma Katrín er mikið sumarbúðabarn og hefur farið í flokka í Vatnaskógi, Vindáshlíð og Kaldárseli frá því að hún var 6 ára. Hún verður eldhússtarfsmaður með meiru í 2., 3., 6., 7., 8., 9., 10., og 11. flokki í sumar.