Á veturna er Daníel Bergmann sjálfboðaliði í starfi KFUM og KFUK. Hann er forstöðumaður bæði í unglingastarfi KFUM og KFUK í Grensáskirkju og í unglingastarfi félagsins og Fríkirkjunnar í Reykjavík. Þá er hann einnig alþjóðlegur sjálfboðaliði hjá KFUM og KFUK og tekur þátt í leiðtogaþjálfun yfir veraldarvefinn og líkamlega utan landssteinanna.

Hann er virkur þátttakandi í samfélaginu sem nemi og þjónustufulltrúi hjá IKEA. Daníel hefur ástríðu fyrir matargerð, útivist og tónlist. Hann spilar borðtennis til þess að gleyma og kennir hláturjóga sér til styrkingar og eflingar annarra! Hann er fæddur og uppalinn Reykvíkingur með sterkar skoðanir á lífinu og trúir á það góða í manninum.

Daníel verður foringi í 1, 2, 3, 4, 7, 8 og 9. flokki í sumar.