Bogi Benediktsson er alinn upp í Seljahverfinu og hefur tekið þátt í starfi Seljakirkju og KFUM lengi, fyrst sem þátttakandi og síðar leiðtogi.

Hann hefur margra ára reynslu sem starfsmaður í Vatnaskógi, bæði í sumarbúðum og á fermingarnámskeiðum. Í Vatnaskógi hefur Bogi sinnt margvíslegum verkefnum, m.a. kynnt kappleikinn Quidditch fyrir drengjunum og staðið að margskonar óvenjulegum dagskrárliðum. Bogi hefur mikinn áhuga á ljósmyndun og mun væntanlega taka nokkurn hluta af þeim myndum sem birtast úr skóginum í sumar.

Bogi lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og fór svo í eitt ár á Biblíuskóla norsk-lútherska kristniboðssambandsins í Osló. Þá hefur Bogi kynnt sér ítarlega starf íslenskra kristniboða í Afríku og dvaldi þar um tíma.

Bogi verður foringi í 1., 6., 7., 8., 9., og 11. flokki í sumar.