Síðan Benjamín Ragnar fékk undanþágu vegna ungs aldurs til þátttöku í leiðtogadeild KFUM og KFUK veturinn 2001-2002 hefur hann verið virkur leiðtogi í kirkjulegu starfi. Hann sat í stjórn Kristilegra skólasamtaka, var leiðtogi í deildarstarfi KFUM og KFUK og tók þátt í unglingastarfi Hvítasunnukirkjunnar. Benjamín hefur auk þess mikla sumarbúðareynslu, bæði úr sumarbúðum KFUM og KFUK í Kaldárseli og í Vatnaskógi.
Þegar Benjamín er ekki að taka þátt í leiksýningum, spila á píanó, horfa á íshokký, spila knattspyrnu nú eða sinna verkefnum sem leiðtogi í kirkjulegu starfi, gefur hann sér tíma til að læra. Benjamín er með stúdentspróf af IB brautinni í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann lauk BS-prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið doktorsgráðu í efnafræði frá CalTech í Pasadena, Bandaríkjunum.
Eftir að hafa verið foringi í Vatnaskógi í sumar mun Benjamín halda til Bandaríkjanna þar sem hann hefur fengið stöðu við kennslu og rannsóknir við Pomona College í Claremont, Kaliforníu.
Benjamín verður foringi í 4., 6., 7., 8. og 9. flokki.