Ásgeir hefur lokið MA námi í félagsráðgjöf og er með sveinspróf í bílamálun. Hann hóf störf í Vatnaskógi sumarið 2004 og hefur reynt að heimsækja Vatnaskóg á hverju sumri síðan, enda mikill áhugamaður um starfið. Hann hefur sinnt störfum foringja, ráðsmanns og vinnumanns. Undanfarin sumur hefur hann sinnt forstöðu í drengjarflokkum og unglingaflokki.

Frá árinu 2008 hefur Ásgeir starfað töluvert með unglingum, bæði á meðferðarheimilinu Stuðlum og á unglingasmiðjunni Stíg. Hann hefur einnig starfað með útigangsfólki og kynnst störfum í barnavernd. Ásgeir er mikill talsmaður þess að hver og einn fái að nýta hæfileika sína og að það sé fyrst og fremst horft til styrkleika einstaklingsins.

Ásgeir verður forstöðumaður í Gauraflokki.