Ársæll Aðalbergsson er 52 ára og hefur starfað sem framkvæmdastjóri Vatnaskógar frá 1999. Áður sat Ársæll í stjórn Skógarmanna frá 1984 til 1999.
Ársæll hefur frá unga aldri verið mikill Skógarmaður elskar að vera í Vatnaskógi. Ársæll starfaði á yngri árum í Skóginum bæði sem vinnumaður og foringi. Á hverju sumri síðan 1994 hefur Ársæll starfað sem forstöðumaður eina til tvær vikur í senn.
Ársæll er svo heppinn að fá að starfa fyrir Vatnaskóg allt árið, í sumardvalarflokkum, helgarhópum, fermingarnámskeiðum og við verklegar framkvæmdir, einnig er Ársæll einn af forsvarsmönnum Sæludaga um verslunarmannahelgina sem er fjölmennasti viðburður Vatnaskógar á hverju ári.
Í Vatnaskógi kjörið tækifæri til eignast nýja félaga, eiga góða tíma með góðum vinum og kynnast kristinni trú.
Uppáhalds lið:
- Ísland: Keflavík.
- England: Tottenham Hotspurs í ensku deildinni og er sannfærður um að þetta sé að koma hjá þeim.
- Spánn: Barcelona – einfaldlega lang bestir.
Ársæll er kvæntur Nínu Björk Þórsdóttur og eiga 3 börn.
Ársæll verður forstöðumaður í 2. flokki í sumar.