Anna Laufey verður einn fjölmargra matvinnunga í Vatnaskógi í sumar. Hún er að ljúka 9. bekk við Shaker Heights High School, Ohio, Bandaríkjunum.
Veturinn 2013-2014 hefur verið viðburðaríkur. Hún spilaði á fiðlu í uppsetningu „Happy Endings Theater Group“ á Vesalingunum, hún kom að ljósastýringum og -uppsetningum í fjölmörgum leikritum og skólatengdum viðburðum auk þess sem hún tók virkan þátt í „Take Action“-verkefninu í Shaker Heights, þar sem eldri nemar fara vikulega í grunnskóla bæjarins eftir skóla og aðstoða 1.-4. bekkinga við heimanám.
Anna fór í sumarbúðirnar Ölver þegar hún var yngri. Þá hefur hún sótt tónlistarsumarbúðir í University of North Carolina í Greenboro undanfarin sumur.
Anna verður matvinnungur í 7. og 8. flokki, en mun að öðru leiti sinna barnapössun fyrir vini og ættingja í sumar.