Andri Sveinn Hahl er fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Móðir hans er íslensk og faðir hans er þýskur. Frá fæðingu hefur Andri Sveinn verið á Íslandi í öllum fríum fjölskyldunnar. Andri Sveinn verður sjálfboðaliði – matvinnungur í Vatnaskógi í 4. flokki sem hefst 23. júní, einungis sex dögum eftir að Andri Sveinn útskrifast sem stúdent í Þýskalandi.

Andri Sveinn fór í Vatnaskóg með vini þegar hann var strákur og fannst það ævintýralega skemmtilegt. Hann fór auk þess einu sinni í feðgahelgi með pabba sínum. Hann æfir bardagaíþróttina Hapkido, og stefnir á að verða íþrótta- og stærðfræðikennari í framtíðinni. Í 4. flokki í sumar langar Andra Sveini að bjóða upp á hapkido æfingar, technodans og náttúrudagskrá í skóginum.