Vorferð Aðaldeilda KFUM og KFUK á Íslandi verður næstkomandi fimmtudag þann 10. apríl.

Brottför er frá Holtavegi 28 kl. 17:30. Verð er 5.000 kr. en í því er innifalið matur og gjald inn á safn.

Kutter

Ferðinni er heitið á Akranes. Fyrst verður aðstaða og starfsemi Björgunarfélags Akraness skoðuð og kynnt. Eftir kvöldmat verður Byggðasafn Akranes skoðað. Síðan verður farið í Akraneskirkju þar sem sr. Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur verður með kynningu og hugvekju. Að lokum endar ferðin með heimsókn í KFUM og KFUK húsið þar sem boðið verður upp á kaffihressingu.

songloft

Skráning fer fram í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK Holtavegi 28 í síma 588-8899.
Einnig hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á: skrifstofa@kfum.is

Björgunar