Næstkomandi laugardag, 5.apríl, verður aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi haldinn. Fundurinn er haldinn í þjónustumiðstöð félagsins á Holtavegi 28 og hefst formlega kl. 11:00.
Allt félagsfólk er hvatt til að mæta og láta sig félagið varða með því að taka þátt á fundinum. Fullgildir félagar hafa atkvæðisrétt og eru það þeir sem hafa gengið frá félagsgjaldinu. Þeir sem hafa ekki greitt árgjald félagsins hafa tækifæri til að gera það við innganginn.
Dagskrá
10:30 Kjörgögn afhent, heitt á könnunni
11:00 Ávarp formanns og setning aðalfundar (Auður Pálsdóttir)
Hugvekja og bæn (Tómas Torfason)
Fabula flytur tvö lög
11:30-16:00 Aðalfundarstörf:
a) Kosning fundarstjóra og fundarritara
b) Starfsskýrsla stjórnar
c) Reikningar kynntir og lagðir fram til samþykktar
d) Fjárhags- og starfsáætlun
e) Stjórnarkjör:
• Anna Elísa Gunnarsdóttir
• Jónína Erna Arnardóttir
• Lára Halla Sigurðardóttir
• Björgvin Hansson
• Henning Emil Magnússon
• Magnús Viðar Skúlason
• Sveinn Valdimarsson
f) Ungmennaráð KFUM og KFUK kynnir umræður frá Landsþingi unga fólksins sem fram fór í febrúar 2014
g) Æskulýðsráð kynnir átak til að efla æskulýðsstarfið
h) Afhending viðurkenninga í leiðtogaþjálfun
i) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
j) Ákvörðun árgjalds
k) Önnur mál
Boðið verður upp á veitingar á meðan á fundinum stendur