Næstkomandi laugardag, 5.apríl, verður aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi haldinn. Fundurinn er haldinn í þjónustumiðstöð félagsins á Holtavegi 28 og hefst formlega kl. 11:00.

Allt félagsfólk er hvatt til að mæta og láta sig félagið varða með því að taka þátt á fundinum. Fullgildir félagar hafa atkvæðisrétt og eru það þeir sem hafa gengið frá félagsgjaldinu. Þeir sem hafa ekki greitt árgjald félagsins hafa tækifæri til að gera það við innganginn.

Aðalfundur 2013

Dagskrá 

10:30     Kjörgögn afhent, heitt á könnunni

11:00     Ávarp formanns og setning aðalfundar (Auður Pálsdóttir)
Hugvekja og bæn (Tómas Torfason)
Fabula flytur tvö lög

11:30-16:00      Aðalfundarstörf:
a) Kosning fundarstjóra og fundarritara
b) Starfsskýrsla stjórnar
c) Reikningar kynntir og lagðir fram til samþykktar
d) Fjárhags- og starfsáætlun
e) Stjórnarkjör:

• Anna Elísa Gunnarsdóttir
• Jónína Erna Arnardóttir
• Lára Halla Sigurðardóttir
• Björgvin Hansson
• Henning Emil Magnússon
• Magnús Viðar Skúlason
• Sveinn Valdimarsson

f) Ungmennaráð KFUM og KFUK kynnir umræður frá Landsþingi unga fólksins sem fram fór í febrúar 2014
g) Æskulýðsráð kynnir átak til að efla æskulýðsstarfið
h) Afhending viðurkenninga í leiðtogaþjálfun
i) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
j) Ákvörðun árgjalds
k) Önnur mál

Boðið verður upp á veitingar á meðan á fundinum stendur