Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur leiðtoga til að sækja um þátttöku í leiðtogaviku í  YMCA European youth workers camp sem haldin verður í KFUM sumarbúðunum Green Hill á Írlandi vikuna 4. – 11. ágúst. Í leiðtogavikunni koma saman KFUM leiðtogar og sjálfboðaliðar frá ýmsum Evrópulöndum og skiptast á hugmyndum og vinna að sameiginlegum verkefnum.

Nafn viðburðar:  YMCA European youth workers camp
Skipuleggjandi: European youth workers
Dagsetning: 4. – 11. ágúst 2014
Staðsetning: Green Hill YMCA, Írlandi
Fjöldi þátttakenda frá KFUM og KFUK á Íslandi: Hámark 8
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: 200 til 225 € (sirka 32.000 til 36.000 kr) í þátttökugjald auk ferðakostnaðar. Samanlagt um 90.000 til 110.000 kr. (fer eftir hvað flug kostar).
Aldurstakmörk: 18 – 27 ára

Nánari upplýsingar:

Í sumar er þriðja skiptið sem KFUM og KFUK á Íslandi fær tækifæri til að taka þátt í European youth workers camp. Þeir sem hafa áður farið hafa haft góða reynslu af búðunum en þar hafa þeir meðal annars fengið tækifæri á því að kynnast alþjóðlegum hópi leiðtoga, skipst á hugmyndum fyrir æskulýðsstarf, tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum, leikjum og óformlegu námi auk þess að spreyta sig í samskiptum á ensku.

Þátttakendur verða 60 – 90  talsins. Hámarksaldur þátttakenda er 27 ár og lágmarksaldur 18 ár.

Hámarksfjöldi þátttakenda frá Íslandi eru 8 manns.

Í þátttökugjaldi 200 til 225 € (sirka 32.000 til 36.000 kr) er innifalin gisting, öll dagskrá og uppihald. Þátttakandi ber sjálfur allan kostnað á þátttökugjaldi og ferðakostnað en möguleiki er á að sækja um styrk fyrir þátttökugjaldi í æskulýðssjóð ef þátttakendur senda tímanlega inn umsókn.

Umsóknarfrestur: 27. mars 2014

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki. Að lokum mun KFUM og KFUK sækja um að fá að senda viðkomandi einstaklinga á námskeiðið.
Þegar farið er í gegnum umsóknir sem berast fyrir þátttöku á viðburðum erlendis á vegum Alþjóðaráðs KFUM og KFUK á Íslandi eru nokkur atriði sem spila inn í valið á þátttakanda.

-Sú þekking sem af viðburðunum hlýst þarf að nýtast þeim einstaklingi sem það sækir og félaginu í heild.
-Einstaklingurinn þarf að vera virkur sjálfboðaliði og/eða starfsmaður innan félagsins, þekkja stefnu þess og starf og bera hag þess fyrir brjósti.
-Valið byggir að mestu leyti á þeirri umsókn sem umsækjendur skila inn. Gæði umsóknar og vandvirkni við vinnslu hennar skipta miklu máli.
-Reynt er að kynna sér einstaklinginn með því að spyrjast fyrir um hann.
-Þekking, reynsla eða sérstakur áhugi á því sem námskeiðið fjallar um er ávallt plús.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum hafið samband við Sólveigu með tölvupósti á solveig.reynisdottir1(hjá)reykjavik.is

Umsókn um þátttöku á námskeiðinu

[form utlond]