Lofgjörðartónleikar Sálmara 20.mars


Sálmari
Næstkomandi fimmtudagskvöld ætlar Sálmari að halda sína fyrstu tónleika. Sálmari er tónlistarhópur sem spilar lofgjörðartónlist og var áður þekktur sem hljómsveitin Tilviljun? Hópurinn samanstendur af ungu fólki í KFUM og KFUK, sem æfir í félagshúsinu okkar og spilar á viðburðum félagsins.

Tónleikarnir eru í Háteigskirkju 20. mars og hefjast kl 20:00. Húsið opnar kl 19:30 og er miðasala við inngang. Miðaverð er 1500kr. Tónleikarnir eru hluti af fjáröflun tónlistarhópsins við gerð nýrrar dagskrár sem hópurinn mun standa fyrir í náinni framtíð. Á tónleikunum verður leikin ljúf og falleg lofgjörðartónlist í bland við sálma og aðra trúarlega tónlist.

Nánari upplýsingar er hægt að finna á Facebook síðu hópsins.