Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi hvetur leiðtoga til að sækja um þátttöku á hinni árlegu Global Week sem verður haldin í Gjøvik, Noregi í júní nk. Búist er við um 60 þátttakendum á vikuna, frá 15 löndum úr Evrópu, Afríku, Asíu og Mið-Austurlöndum sem vinna saman að því að breyta heiminum til hins betra. Vikan er haldin af Y Global hreyfingunni innan KFUK-KFUM í Noregi og er í tengslum við Stop Poverty verkefnið sem margir þekkja. Í kjölfar vikunar er þátttakendum svo boðið að taka þátt í 6.000 manna hátíð á sama stað.

Nafn viðburðar:  Global week
Skipuleggjandi: Y Global
Dagsetning: 20. – 25./29. júní 2014
Staðsetning: Gjøvik, Noregi
Fjöldi þátttakenda frá KFUM og KFUK á Íslandi: 4
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: Á milli 27.000 og 70.000 eftir vali þátttakenda. Sjá nánar fyrir neðan.
Aldurstakmörk: 18-25 ára

Nánari upplýsingar:
Global Week er árleg leiðtogaþjálfun Y Global þar sem áherslan er lögð á að breyta heiminum til hins betra. Áherslur vikunar þetta árið eru réttlæti, friður og fátækt. Skipuleggjendurnir, Y Global innan KFUK-KFUK í Noregi, eru þeir sömu og standa að baki Stop Poverty verkefninu sem Ísland hefur verið virkur þátttakandi í það sem af er vetri.

Námskeiðið fer fram á ensku og er sú krafa gerð á þátttakendur að þeir hafi góð tök á talaðri ensku.

Þátttakendur verða um 60 talsins frá 15 mismunandi löndum frá Afríku, Asíu, Evrópu og Mið-Austurlöndunum, allir á aldrinum 18 til 25 ára.

Áhugasömum þátttakendum í vikunni er svo boðið að framlengja dvölina um fjóra daga og taka þátt í hinni árlegu TT hátíð sem haldin er á sama stað, Gjøvík í Noregi. Um er að ræða 3.000 manna hátíð. Velji þátttakendur að taka þátt í hátíðinni líka stendur dvölin til 29. júní.

Evrópa unga fólksins styrkir verkefnið og er þátttökugjaldið því aðeins 900 NOK, (um 17.000 ISK). Þeir sem vilja vera áfram á TT hátíðinni geta fengið allan pakkann á 1.400 NOK (um 26.000 ISK) gegn því að taka að sér hlutverk sjálfboðaliða á hátíðinni. Ef þátttakendur vilja taka þátt í hátíðinni án þess að vera sjálfboðaliðar kostar heildarskráningin 2640 NOK (um 50.000 ISK).
Það að auki tekur KFUM og KFUK á Íslandi 10.000 krónur í umsýslugjald.
Allir þátttakendur fá 450 evrur (um 70.000 ISK) í ferðastyrk. Fari fargjaldið yfir þá summu þurfa þátttakendur að greiða mismuninn sjálfir.

Innifalið í skráningargjaldi er: Gisting í Osló 20. júní, skoðunarferð um Osló 21. júní, ferðalagið Viken Folk High School í Gjøvik (um 2 tíma frá Osló) þar sem Global Week er haldið og gisting og fullt fæði þar á meðan á vikunni stendur, 21. – 25. júní. Innifalið í skráningargjaldi fyrir Global Week og TT hátíðina er gisting og fullt fæði allt til 29. júní. Sjálfboðaliðum verður komið aftur til Osló eftir að hátíðinni lýkur frítt, en þeir sem kjósa að vera ekki á hátíðinni, eða vera á hátíðinni en ekki sem sjálfboðaliðar, geta tekið strætó beint á flugvöllinn fyrir 200 NOK (tæpar 4.000 ISK).
Kostnaður gæti því verið breytilegur frá um 27.000 krónum upp að um 70.000 krónum, eftir því hvað þátttakendur velja að gera.

Umsóknarfrestur: 5. júní 2014.

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki. Að lokum mun KFUM og KFUK sækja um að fá að senda viðkomandi einstaklinga á námskeiðið.
Þegar farið er í gegnum umsóknir sem berast fyrir þátttöku á viðburðum erlendis á vegum Alþjóðaráðs KFUM og KFUK á Íslandi eru nokkur atriði sem spila inn í valið á þátttakanda.

-Sú þekking sem af viðburðunum hlýst þarf að nýtast þeim einstaklingi sem það sækir og félaginu í heild.
-Einstaklingurinn þarf að vera virkur sjálfboðaliði og/eða starfsmaður innan félagsins, þekkja stefnu þess og starf og bera hag þess fyrir brjósti.
-Valið byggir að mestu leyti á þeirri umsókn sem umsækjendur skila inn. Gæði umsóknar og vandvirkni við vinnslu hennar skipta miklu máli.
-Reynt er að kynna sér einstaklinginn með því að spyrjast fyrir um hann.
-Þekking, reynsla eða sérstakur áhugi á því sem námskeiðið fjallar um er ávallt plús.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum hafið samband við Tinnu Rós með tölvupósti á tinnarosst(hjá)gmail.com

Umsókn um þátttöku á námskeiðinu

[form utlond2]