Það má svo sannarlega segja að líf og fjör hafi verið á Holtavegi um helgina. Fjörugur hópur 9- 12 ára barna tók þátt í árlegu brennómóti yngri deilda KFUM og KFUK á laugardaginn. Þar komu saman ríflega 50 börn úr starfinu
í Reykjavík, Kópavogi, Grindavík og Reykjanesbæ. Mikið fjör og spenna ríkti í krakkahópnum enda mikið um að vera og þátttakendur léku á als oddi með þátttöku í brennóinum, leikjum, söng og sprelli.
Leiðtogar og sjálfboðaliðar starfsins sáu um fjörið með því að sýna leikrit, bjóða upp á andlitsmálun, „minute to win it“-þrautabraut, spil, spjall og margt annað og er það ríkur þáttur í leiðtogaþjálfun félagsins að fela öllum hlutverk.
Við erum þakklát öllum sem lögðu hönd á plóg.