AD KFUK fundur verður þriðjudaginn 11.mars kl. 20 á Holtavegi 28. Efni fundarins er í höndum Dr. Sigurðar Pálssonar og er efnið að þessu sinni um: Jesús, Pál postula og jafnrétti kynjanna. Kaffi og veitingar í boði gegn vægu verði við lok fundar.
Allar konur eru hjartanlega velkomnar.

Jesús vitrast Páli postula á leið hans til Damaskus. Málverk eftir Hans Speckaert (um 1540 – um 1577), málað um 1570-1577. Mynd fengin af Vísindavefnum.