Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur leiðtoga til að sækja um þátttöku á European Youth Event sem haldið verður í Strasbourg í Frakklandi í maí. nk. Þar koma saman um 5000 ungmenni. YES, ungmennaráð KFUM í Evrópu, á frátekin 25 sæti á viðburðinum. Í gegnum YES gefst KFUM og KFUK á Íslandi tækifæri á að óska eftir þátttöku leiðtoga.

Nafn viðburðar: European Youth Event
Skipuleggjandi: Evrópuþingið/YES/KFUM í Evrópu
Dagsetning: 9. – 11. maí 2014
Staðsetning: Strasbourg, Frakklandi
Fjöldi þátttakenda frá KFUM og KFUK á Íslandi: 1 – 2
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: 10.000 kr. ásamt hluta af ferðakostnaði (allt yfir ca. 34.000 kr.)
Aldurstakmörk: 18-30 ára

Nánari upplýsingar:
Viðburðurinn snýst um að opna dyrnar fyrir hóp af ungu fólki frá allir álfunni að þeim einstaklingum sem taka ákvarðanir innan Evrópu. Rætt verður um æskulýðsmál í Evrópu í dag og í framtíðinni ásamt því að kynnst verður mismunandi menningarheimum þátttakenda. Þátttaka er aðeins í formi hópa. KFUM í Evrópu býðst að senda hóp og mun YES, ungmennaráð KFUM í Evrópu, sjá um að velja einstaklinga í hópinn frá mismunandi KFUM og KFUK hreyfingum innan Evrópu. Viðburðurinn fer fram á ensku. Nánari upplýsingar má finna hér:
http://www.europarl.europa.eu/eye2014/en/news/news.html

Þátttakendur verða um 5000 talsins á aldrinum 16-30 ára. Fulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi yrði þó á bilinu 18-30 ára.

Skipuleggjendur (Evrópuþingið) greiða gistingu upp að 100 € á mann. YES er í leit að hentugri gistingu fyrir þann 25 manna hóp sem fer á vegum þeirra. Reynt verður að sjá til þess að þátttakendur þurfi ekki að greiða neitt aukalega fyrir gistingu. Skipuleggjendur greiða einnig 4,5 sent á hvern km sem ferðast er. Það gera um 222 € (ca. 34.000 kr.) fyrir þátttakendur frá Íslandi. Kostnaður þátttakenda er því afgangur af fluginu til Strasbourg ásamt og 10.000 kr. umsýslugjaldi til KFUM og KFUK á Íslandi).

Umsóknarfrestur: 14. mars 2014

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki. Að lokum mun KFUM og KFUK sækja um að fá að senda viðkomandi einstaklinga á námskeiðið.
Þegar farið er í gegnum umsóknir sem berast fyrir þátttöku á viðburðum erlendis á vegum Alþjóðaráðs KFUM og KFUK á Íslandi eru nokkur atriði sem spila inn í valið á þátttakanda.

-Sú þekking sem af viðburðunum hlýst þarf að nýtast þeim einstaklingi sem það sækir og félaginu í heild.
-Einstaklingurinn þarf að vera virkur sjálfboðaliði og/eða starfsmaður innan félagsins, þekkja stefnu þess og starf og bera hag þess fyrir brjósti.
-Valið byggir að mestu leyti á þeirri umsókn sem umsækjendur skila inn. Gæði umsóknar og vandvirkni við vinnslu hennar skipta miklu máli.
-Reynt er að kynna sér einstaklinginn með því að spyrjast fyrir um hann.
-Þekking, reynsla eða sérstakur áhugi á því sem námskeiðið fjallar um er ávallt plús.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum hafið samband við Tinnu Rós með tölvupósti á tinnarosst(hjá)gmail.com

Umsókn um þátttöku á námskeiðinu

[form utlond]