Aðalfundir starfsstöðva KFUM og KFUK á Íslandi eru nú á næstunni og á aðalfundum er meðal annars kosið í stjórnir.

Það er mikilvægt að hafa fjölbreytt fólk í stjórn og virka einstaklinga og því viljum við hvetja alla fullgilda félagsmenn KFUM og KFUK sem vilja taka frekari þátt í starfinu okkar að hafa samband og gefa kost á sér í stjórn hjá einhverri af starfsstöðvum okkar.

Kjörnefndir eru að hringja í félagsfólk og bjóða því að gefa kost á sér og taka sæti á kjörlista. En það má endilega senda póst á skrifstofa@kfum.is og láta okkur vita að þú hafir áhuga á að gefa kost á þér í einhverja af okkar stjórnum.

Aðalfundir starfsstöðva:

10. mars: Aðalfundur sumarbúða KFUM og KFUK í Kaldárseli (Holtavegi 28, Reykjavík).
13. mars: Aðalfundur KFUM og KFUK á Suðurnesjum (Hátúni 36, Reykjanesbæ).
17. mars: Aðalfundur Vinagarðs, leikskóla KFUM og KFUK (Vinagarði, Holtavegi 28 Reykjavík).
18. mars: Aðalfundur sumarbúða KFUM og KFUK í Vindáshlíð (Holtavegi 28, Reykjavík).
24. mars: Aðalfundur KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum (Vestmannabraut 5, Vestmannaeyjum).
25. mars: Aðalfundur sumarbúða KFUM og KFUK í Ölveri (Holtavegi 28, Reykjavík).
26. mars: Aðalfundur KFUM og KFUK á Akureyri (Sunnuhlíð 12, Akureyri).
26. mars: Aðalfundur sumarbúða KFUM og KFUK að Hólavatni (Sunnuhlíð 12, Akureyri).
27. mars: Aðalfundur sumarbúða KFUM og KFUK í Vatnaskógi (Holtavegi 28 Reykjavík).
5. apríl: Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi (Holtavegi 28, Reykjavík).

Kjörtímabil stjórnarmanna er tvö ár, en varamanna eitt ár. Stjórnir halda fundi, eins oft og þurfa þykir en þó að jafnaði einu sinni í mánuði. Stjórn hverrar starfstöðvar sér um undirbúning og framkvæmd á því starfi sem á sér stað þar.