Brennógleði á síðasta móti 2013

Brennógleði á síðasta móti 2013

Brennómót yngri deilda KFUM og KFUK verður haldið laugardaginn 8. mars á Holtavegi 28 kl. 13:00-15:00.

Auk spennandi brennóleikja verður boðið upp á ýmsar þrautir, andlitsmálun, veitingar og skemmtun fyrir börn og foreldra. Það verður heitt á könnunni og við hvetjum foreldra til að mæta með börnunum á laugardaginn.

Þátttökugjald er kr. 500 og allir fá viðurkenningu í lokin.

Hlökkum til að sjá sem flesta.