Nú ætlar starfsfólk Ölvers að efna til fagnaðar með því að fara í BINGÓ. Laugardaginn 8. mars frá kl.15:00 til kl. 16:30 í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28. Það verður farið í BINGÓ, sungin Ölverslög og haft ótrúlega gaman.
Það eru allir velkomnir, og sérstaklega þeir sem vilja kynna sér starfið fyrir næsta sumar!
Verð er 500 kr og innifalið í því er hressing og 2 bingóspjöld.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kær kveðja,
Starfsfólk Ölvers