Samkomur verða í húsi KFUM og KFUK næstkomandi þriðjudag og fimmtudag kl. 20 á vegum Kristniboðssamband Íslands.

Kristniboðs

Þriðjudaginn 4. mars kl. 20 verður kristniboðssamkoma í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28.
Tónlist og söngur verður í umsjá Sálmara. Áslaug Haraldsdóttir verður með upphafsorð.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup verður með efnið: Á slóðum kristniboða í Afríku. Karl Sigurbjörnsson biskup verður síðan með efnið: „Sigur yfir dauða.“

Fimmtudaginn 6. mars kl. 20 verður kristniboðssamkoma í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28.
Tónlist verður í umsjá Sálmavinafélagsins en Þóra Gísladóttir sér um söng. Upphafsorð verður Kristbjörg Harðardóttir með.
Martin Hickey frá Sat 7 verður með efnið: Líf og dauði í Norður- Afríku, Ólafur Jóhannsson fjallar síðan um: „Lifað og starfað upp á líf og dauða?“

Eftir samkomurnar verður boðið upp á kaffi og fyrirbæn.

Allir eru hjartanlega velkomnir.