landsmot

Nú um helgina var landsmót unglingadeilda KFUM og KFUK haldið í Vatnaskógi og bar yfirskriftina LÍFIÐ Í PLÚS.

Ríflega 150 manns voru samankomnir og tóku þátt í margvíslegri og spennandi dagskrá mótsins.  Dagskráin miðaði að því að sjá alla plúsana í lífi okkar og að einblína á það jákvæða sem Guð hefur gefið okkur. Ýmis verkefni voru unnin í tengslum við yfirskriftina og tókst vel til.
Við vorum að vinna með Stop Poverty, hláturinn, hrós, sjálfsmynd og svo mætti lengi telja. Við ræktuðum svo samfélagið með því að taka þátt í frábærum kvöldvökum undir stjórn Perlu og Hákonar. Þar var góð fræðsla í höndum Magneu, Ragnheiðar og Jóhanns og frábærum leikritum og öðru glensi sem hinir frábæru leiðtogar KFUM og KFUK sáu um. Hljómsveitin Sálmari sá svo um að halda uppi fjörinu hvort sem það var á kvöldvöku eða á dúndurballi á laugardagskvöldinu.

Það var svo ýmislegt sem við gerðum okkur til skemmtunar, íþróttahúsið var vel nýtt í orrustur, leiki og sprell, heitu pottarnir voru í boði, rabbarbaraspjall, spil, brjóstsykursgerð, ratleikur og svo samveran hvert við annað.

Starfsfólk á æskulýðssviði þakkar öllum sem lögðu hönd á plóg.

Myndir af Landsmótinu er hægt að sjá hér.