Hátíðar- og inntökufundur 2014

Í seinustu viku gengu á fjórða tug einstaklinga til liðs við félagið.  Á þriðjudagskvöldinu var haldinn Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK á Íslandi þar sem eldri félagsmenn og heiðursfélagar tóku vel á móti hluta af nýjum félögum. Stemmning var yndisleg og mikil samkennd meðal félagsmanna. Á fundinum var boðið upp á mjög góðan mat og glæsileg söngatriði og skemmtilegt uppistand. Myndir frá kvöldinu er hægt að skoða hér.

Við bjóðum alla nýja félaga velkomna!

Hátíðar- og inntökufundur 2014

Ef einhverjir hafa áhuga á að gerast félagar KFUM og KFUK á Íslandi þá er velkomið að hafa samband við okkur í s: 588-8899 eða með því að senda póst á skrifstofa@kfum.is