Evrópa unga fólksins býður til kynningar á nýrri mennta- æskulýðs- og íþróttaáætlun Evrópusambandsins sem kallast Erasmus+. Kynninginn verður fimmtudaginn 13. febrúar frá klukkan 14-16 í Sigtún 42. Þar verður farið yfir þau fjölmörgu tækifæri sem leynast í Erasmus+ fyrir æskulýðsgeirann á Íslandi.
Þú átt erindi á þessa kynningu ef þú starfar með ungu fólki á aldrinum 13-30 ára eða innan félaga ungs fólks. Farið verður ítarlega í þá styrkjamöguleika og verkefnagerðir sem standa æskulýðsgeiranum til boða og starfsmenn EUF munu sitja fyrir svörum á fundinum.
Þetta er tækifærið þitt til að komast almennilega inn í Erasmus+ og fá upplýsingarnar sem þú þarft til að taka þátt í evrópsku æskulýðsstarfi næstu árin!
Skráning fer fram hér.
Einnig mun Evrópa unga fólksins halda námskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á að sækja um styrk í æskulýðshluta Erasmus+. Áhersla verður lögð á kynnast skráningarkerfum umsækjenda, umsóknareyðublaðinu og hvaða atriði það eru sem gera gott verkefni. Námskeiðið er haldið fimmtudaginn 20. febrúar kl. 14-18 í Sigtúni 42. Skráning á námskeiðið verður auglýst síðar.