Á hverju ári er þeim félögum sem hafa skráð sig í félagið á starfsárinu fagnað sérstaklega og þeir boðnir formlega velkomnir í félagið með hátíðar- og inntökufundi KFUM og KFUK á Íslandi.

Í ár er fundurinn þriðjudagskvöldið 11.febrúar í húsi félagsins að Holtavegi 28. Húsið opnar með fordrykk kl. 18:30 en fundurinn hefst formlega kl. 19:00. Verðið er 4.900 kr.

Formaður félagsins, Auður Pálsdóttir, býður nýja félaga velkomna

Formaður félagsins, Auður Pálsdóttir, býður nýja félaga velkomna

Góð þátttaka hefur verið á þessum fundi og er gaman og uppbyggilegt fyrir nýja jafnt sem reyndari félagsmenn að vera þátttakendur á fundinum.

Dagskráin

Upphafsorð og bæn – Perla Magnúsdóttir
Einsöngur – Einar Clausen
Söngatriði – Karlakór KFUM
Nýir félagar boðnir velkomnir – Auður Pálsdóttir og Sveinn Valdimarsson
Uppistand – Hreinn Pálsson og Pétur Ragnhildarson
Tónlistaratriði – Stórsveit KSS flytur lög
Hugleiðing – Sr. Páll Ágúst Ólafsson

Matseðill

Aðalréttur – Hægeldað kryddjurta-marinerað lambalæri með villisveppasósu.
Meðlæti – Gratineraðar kartöflur í rjómasósu, hrásalat, rauðkál, grænar baunir og maísbaunir.
Eftirréttur – Frönsk súkkulaðikaka með rjóma.

Í fyrra var loftfimleikaatriði sýnt af félagskonu KFUM og KFUK á Íslandi

Í fyrra var loftfimleikaatriði sýnt af félagskonu KFUM og KFUK á Íslandi

Hægt er að skrá sig hér eða með því að hringja í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899. 

Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta og eiga saman notalega kvöldstund og taka vel á móti nýjum félögum.