Það myndaðist nánast öngþveiti við Holtaveginn í gær þegar fjöldi manna lagði leið sína í hús KFUM&KFUK í Laugardalnum til að skila skókössum með jólagjöfum fyrir börn í Úkraínu. Það var mikil stemning og dagurinn gekk mjög vel. Við sem stöndum að verkefninu unnum til kl. 1 í nótt og þá var búið að koma 3.954 kössum í gáminn og ganga frá húsinu. Við eigum samt von á nokkrum kössum til viðbótar eftir helgi frá nokkrum sem að gleymdu sér. Þá kemur endanleg tala í ljós. Við viljum þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóg við verkefnið og þeim sem að studdu það á einn eða annan hátt. Og síðast en ekki síst viljum við þakka öllum þeim sem að gáfu gjöf til Jól í skókassa í ár 🙂 Við erum mjög þakklát fyrir gjafir ykkar.