Heimsþing um málefni ungs fólks verður haldið á Sri Lanka í maí. KFUM og KFUK á Ísland mun styðja eina manneskju til að sækja um og vera okkar fulltrúi á þinginu.

Nafn viðburðar:  World Conference on Youth
Skipuleggjandi: International Youth Task Force auk sérskipaðs Sri Lanka national Task Force, í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar.
Dagsetning: 4.-10. maí 2014
Staðsetning: Sri Lanka
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: 10.000 kr.
Aldurstakmörk: 18 – 30 ára

Nánari upplýsingar:

Á þinginu verða um 1.500 manns allstaðar að úr heiminum og helstu málefni sem fjallað verður um eru:

*   Góðir stjórnunarhættir og trúverðugleiki í starfi.
*   Virk þátttaka ungs fólks í ákvarðanatökum á öllum sviðum.
*   Réttindi ungs fólks.
*   Heimsvæðing og þróunverkefni.
*   Hvernig skuli takast á við kerfisbundinn ójöfnuð.
*   Jafnrétti kynjana.
*   Styrkja sjálfstraust og sjálfstrú ungs fólks, með áherslu á minnihlutahópa

Fjallað verður um Þróunaráætlun Sameinuðu Þjóðanna eftir 2015 og ungu fólki gefið tækifæri til að hafa áhrif á áætlunina. Þingið fer fram á ensku og mikilvægt að umsækjandi hafi góð tök á enskri tungu.

Ferðakostnaður og þátttökukostnaður er að fullu greiddur af skipuleggjendum, en KFUM og KFUK á Íslandi tekur 10.000 krónur í umsýslugjald.

Alls eru um 700 ungir þátttakendur sem verða samþykktir á þingið og fari svo að íslenski umsækjandinn komist ekki að fellur umsýslugjaldið niður.

Umsóknarfrestur rennur út: 10. febrúar 2014

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki. Að lokum mun KFUM og KFUK sækja um að fá að senda viðkomandi einstaklinga á námskeiðið.

Þegar farið er í gegnum umsóknir sem berast fyrir þátttöku á viðburðum erlendis á vegum Alþjóðaráðs KFUM og KFUK á Íslandi eru nokkur atriði sem spila inn í valið á þátttakanda.

-Sú þekking sem af viðburðunum hlýst þarf að nýtast þeim einstaklingi sem það sækir og félaginu í heild.
-Einstaklingurinn þarf að vera virkur sjálfboðaliði og/eða starfsmaður innan félagsins, þekkja stefnu þess og starf og bera hag þess fyrir brjósti.
-Valið byggir að mestu leyti á þeirri umsókn sem umsækjendur skila inn. Gæði umsóknar og vandvirkni við vinnslu hennar skipta miklu máli.
-Reynt er að kynna sér einstaklinginn með því að spyrjast fyrir um hann.
-Þekking, reynsla eða sérstakur áhugi á því sem námskeiðið fjallar um er ávallt plús.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum hafið samband við Tinnu Rós með tölvupósti á tinnarosst(hjá)gmail.com

Umsókn um þátttöku á námskeiðinu

[form utlond]