Sameiginlegur fundur AD KFUK og KFUM 30. janúar

  • Miðvikudagur 29. janúar 2014
  • /
  • Fréttir

AD dagskrá - Ingibjörg Ólafs 30.janúar

Fimmtudagskvöldið 30. janúar er sameiginlegur fundur AD KFUK og KFUM og er yfirskriftin Fallnir stofnar: Ingibjörg Ólafsson.

Ingibjörg Ólafsson var framkvæmdastjóri KFUK í Reykjavík frá 1910 til 1912. Með stjórn fundarins fer Óskar Birgisson en umsjón er Þórarinn Björnsson með. Hugleiðing verður í höndum Sr. Petrínu Mjöll Jóhannesdóttur.
Eftir fundinn verður boðið upp á kaffi og kaffiveitingar á vægu verði.

Allir eru hjartanlega velkomnir.