24-janNú um helgina sóttu um 40 leiðtogar úr deildarstarfi KFUM og KFUK námskeiðið 24 stundir sem haldið var í Vatnaskógi. Þarna var sólarhringur stútfullur af fræðslu, samveru, sprelli og ýmsu öðru.

Dagskrá námskeiðsins miðaði að því að fræða leiðtogana okkar og gera þá betur í stakk búna að sinna þessu mikilvæga starfi, barnastarfinu.

Við hófum námskeiðið á því að læra fullt fullt af nýjum leikjum sem hægt er að nota í starfinu, horfðum á myndina Truman Show og ræddum um hana. Sveinn Alfreðsson talaði svo um Biblíuna og Bóas Valdórsson um erfiðleika í samskiptum og hvernig við getum tekist á við það í starfinu okkar.

Lokapunkturinn var svo fræðsla úr Litla Kompás og æfingar. Einnig voru allir leiðtogar sendir í ratleik um allan skóg þar sem hinar ýmsu þrautir voru leystar og með það að markmiði að þjappa hópnum saman. Frjálsi tíminn var svo vel nýttur í spjall, íþróttir, heita pottinn, spil og fleira.

Við starfsfólk KFUM og KFUK þökkum leiðtogunum okkar kærlega fyrir skemmtilega og uppbyggilega helgi.