Fyrir rúmlega tveimur mánuðum síðan komu margir saman á GLS leiðtogaráðstefnu í Neskirkju og hlustuðu á marga frábæra fyrirlesara, þar á meðal Dr. Brené Brown. Hún þótti standa upp úr og hlaut efnið sem hún fjallaði um miklar og góðar undirtektir.
Því miður er efnið hennar ekki að finna á ráðstefnudiskinum sem er til sölu hjá GLS hópnum en vegna mikillar eftirspurnar eftir að fá að heyra þennan fyrirlestur aftur hefur verið ákveðið að halda sérstakt GLS kynningarkvöld miðvikudaginn 22. janúar kl. 20-21 í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28. Ókeypis aðgangur og engin skráning verður, nóg er að mæta.
Tilvalið er að bjóða með sér vinum og samstarfsfélögum og er fyrirlestrarefnið og öll umgjörð valin þannig að það henti fólki hvar sem það starfar. Ekki er nauðsynlegt að vera starfandi leiðtogi til að hafa gagn af kynningarkvöldinu.
Búinn hefur verið til sérstakur viðburður á Facebook að þessu tilefni og eruð þið beðin um að finna hann undir „GLS Íslandi“ hópnum og deila honum til vina, en muna að best er að hafa beint samband við fólk sem þið viljið fá með ykkur.
Mælt er með mætingu kl. 19:45. Kaffi á kostnaðarverði í lokin.
Allir velkomnir!