Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur leiðtoga og áhugasamt félagsfólk að sækja um þátttöku á ráðstefnunni Youth on the Net: Find your balance sem haldin verður í Lúxemborg í maí nk. Á ráðstefnunni verða leiddir saman aðilar frá fjölda Evrópulanda sem eiga það sameiginleg að vilja stuðla að heilbrigðri og skynsamlegri notkun ungmenna á netinu. 

Nafn viðburðar:  Youth on the Net: Find your balance
Skipuleggjandi: Evrópa unga fólksins/SaltoYouth
Dagsetning: 8. – 9. maí 2014
Staðsetning: Lúxemburg, Lúxemburg.
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: 15.000 kr.
Aldurstakmörk: 18+

Nánari upplýsingar:
Ráðstefnan er haldin til að fylgja eftir stórri ráðstefnu um netöryggi ungmenna sem haldin var árið 2011. Markmið þessarar ráðstefnu er að gera grein fyrir bæði hættum og tækifærum sem felast í netnotkun. Ekki er þörf á að hafa setið fyrri ráðstefnuna til að öðlast þátttökurétt. Námskeiðið fer fram á ensku.

Æskulýðsleiðtogar, kennarar, ráðgjafar, sálfræðingar, geðlæknar og aðrir sem vinna með börnum og unglingum eru sérstaklega hvattir til að sækja um aðild að ráðstefnunni. Lágmarksaldur þátttakenda er 18 ár.

Erasmus+: Youth in Action í Lúxembourg greiðir fyrir gistingu og Evrópa unga fólksins greiðir allan ferðakostnað. Kostnaður þátttakenda er 15.000 kr. (5.000 kr. þátttökugjald til Evrópu unga fólksins og 10.000 kr. umsýslugjald til KFUM og KFUK á Íslandi).

Umsóknarfrestur: 20. janúar 2014

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki. Að lokum mun KFUM og KFUK sækja um að fá að senda viðkomandi einstaklinga á námskeiðið.
Þegar farið er í gegnum umsóknir sem berast fyrir þátttöku á viðburðum erlendis á vegum Alþjóðaráðs KFUM og KFUK á Íslandi eru nokkur atriði sem spila inn í valið á þátttakanda.

-Sú þekking sem af viðburðunum hlýst þarf að nýtast þeim einstaklingi sem það sækir og félaginu í heild.
-Einstaklingurinn þarf að vera virkur sjálfboðaliði og/eða starfsmaður innan félagsins, þekkja stefnu þess og starf og bera hag þess fyrir brjósti.
-Valið byggir að mestu leyti á þeirri umsókn sem umsækjendur skila inn. Gæði umsóknar og vandvirkni við vinnslu hennar skipta miklu máli.
-Reynt er að kynna sér einstaklinginn með því að spyrjast fyrir um hann.
-Þekking, reynsla eða sérstakur áhugi á því sem námskeiðið fjallar um er ávallt plús.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum hafið samband við Önnu Elísu með tölvupósti á annae89(hjá)gmail.com

Umsókn um þátttöku á námskeiðinu

[form utlond]