Barna- og æskulýðsstarf KFUM og KFUK hefst á ný í vikunni 13.-17. janúar eftir gott jólafrí.
Í boði er starf í um þrjátíu félagsdeildum víða um land og eru það annars vegar yngri deildir fyrir 9-12 ára og unglingadeildir fyrir 13-16 ára. Yngri deildunum er gjarnan skipt upp í stráka- og stelpudeildir en unglingadeildirnar eru blandaðar.
Í starfinu er hugað að því að efla þroska þátttakenda til líkama, sálar og anda og aðferðafræðin er aðferð Jesú Krists að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu.
Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu en þó kostar að fara með í ferðir og á mót en þátttaka í því er valkvæð hverju sinni og þá viljum við gjarnan heyra frá foreldrum ef kostnaðurinn stendur því fyrir dyrum að barn eða unglingur geti tekið þátt í ferðalögum því stundum má finna leiðir til að styðja fjárhagslega við þá sem eru í slíkri neyð.
Hægt er að finna upplýsingar hér á heimasíðunni um fundarstaði og tíma.