Ekki láta þig vanta á flugeldasölu KFUM og KFUK 29.-31. desemeber! Það eru nú flestir sem ætla sér að kaupa flugelda eða allavega stjörnuljós og þá er tilvalið að versla slíkt fyrir áramótin hjá KFUM og KFUK og styðja þannig um leið við starfsemi félagsins.
Opnunartímar verða eftirfarandi:
Sunnudaginn 29. desember frá kl. 12 – 22
Mánudaginn 30. desember frá kl. 12 – 22
Þriðjudaginn 31. desember frá kl. 10-16
Hin árlega flugeldasala verður í Þjónustumiðstöðinni á Holtavegi 28 í kjallara í suðurenda hússins, gegnt leikskólanum Vinagarði.
Þar verður hægt að festa kaup á flugeldum, bombum, blysum, tertum, stjörnuljósum og fleiru. Mikilvægt er að gæta varúðar við meðferð flugelda og stjörnuljósa og kynna sér nauðsynlegar öryggisreglur tengdar þeim.
Allur ágóði flugeldasölunnar rennur til starfsemi KFUM og KFUK á Íslandi.
Gegn framvísun afklippunnar á baksíðu þriðja tölublaðs Fréttabréfs KFUM og KFUK fæst 2.000 króna kaupauki ef keypt er fyrir 10.000 krónur.
Sérstakt tilboð á flugeldum og tertum hér á netinu meðan birgðir endast Tilboð á flugeldum
Verið hjartanlega velkomin.