Fimmtudaginn, 23. desember, á Þorláksmessu, munu KSS og KSF halda sameiginlega stund í Friðrikskapellu á Hlíðarenda (hjá Valsheiminu og Vodafone höllinni).
Þessi stund mun líkt og undanfarin ár hefjast kl. 23:30 tímanlega.
Stundin er fjörtíu og fimm mínútur og órjúfanlegur þáttur margra í að komast í jólaskap. Magnea Sverrisdóttir skóladjákni, mun flytja okkur stutta hugvekju, jólasálmar verða sungnir og tónlistaratriði verður á staðnum. Eftir á verður boðið upp á piparkökur og eitthvað heitt að drekka með.
Endilega komið og hefjið jólahátíðina með okkur í góðra vina hópi á þessari notalegu stund.
Hlökkum til að sjá ykkur!