Handprjónaður jólasveinn

Basar KFUK var haldinn síðastliðinn 30. nóvember og voru þar til sölu glæsilegar vörur sem erfitt væri að komast yfir annars staðar. Allar vörurnar eru handgerðar og unnar af alúð félagskvenna.
Fjölmenni mætti og gerði góð kaup á basarnum en þeir sem komust ekki þá þurfa ekki að örvænta því eitthvað var eftir sem verður til sölu hér á skrifstofu KFUM og KFUK á Holtavegi 28 fram að föstudeginum 20. desember. Afgreiðslan er opin alla virka daga frá kl. 9-17 og eru allir velkomnir að líta við og skoða vörurnar og jafnvel gera einstök jólagjafakaup.